Denver Nuggets mættu til Sacramento með Carmelo Anthony í borgaralegum klæðum í nótt. Viðureign Sacramento og Denver varð hin fjörugasta þar sem nýliðinn Tyreke Evans hafði úrslitaáhrif.
Evans braust inn í teig Denver á lokasekúndum leiksins og setti niður stökkskot þegar 0,7 sekúndur lifðu leiks og breytti stöðunni í 102-100 sem urðu lokatölur leiksins. Nokkrum sekúndum áður hafði Mr. Big Shot (Chaunsey Billups) jafnað metin í 100-100 með þriggja stiga körfu úr erfiðu færi.
Evans var stigahæstur í liði Sacramento með 27 stig og þá var Chaunsey Billups einnig með 27 stig í liði Denver.
Önnur úrslit næturinnar:
Charlotte 89-87 Memphis
Orlando 113-81 Atlanta
Detroit 94-104 Philadelphia
Chicago 110-96 Minnesota
Oklahoma 108-102 Indiana
Dallas 93-111 Utah
Houston 105-96 New York
Sacramento 102-100 Denver
Ljósmynd/ Tyreke Evans leikmaður Sacramento Kings



