spot_img
HomeFréttirNýliði stal senunni

Nýliði stal senunni

09:40
 Senuþjófur næturinnar í NBA var nýliði Golden State Warriors, Anthony Morrow. Morrow þessi, sem var ekki einu sinni valinn í nýliðavalinu, skoraði 37 stig í sigri á LA Clippers. Þetta er hæsta stigaskor frá upphafi hjá nýliða sem ekki var valinn.

Þá unnu meistarar Boston Celtics sigur á Millwaukee í framlengdum leik. Félagarnir Ray Allen og Paul Pierce drógu sína menn að landi með sterkum lokaspretti.

Hér fylgja úrslit næturinnar:

 

Golden State 121
LA Clippers 103

Oklahoma City 85
Philadelphia 110

New Jersey 119
Atlanta 107

Utah 93
Cleveland 105

Portland 88
Minnesota 83

Indiana 91
Chicago 104

New Orleans 82
Houston 91

Boston 102
Milwaukee 97

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -