spot_img
HomeFréttirNýliði Milwaukee Bucks kláraði Boston Celtics

Nýliði Milwaukee Bucks kláraði Boston Celtics

 

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Tvö bestu liðdeildarinnar þetta tímabilið áttust við þegar að San Antonio Spurs tók á móti Golden State Warriors. Warriors, sem í gær sigruðu annað topplið í Houston Rockets, fóru einnig með sigur af hólmi gegn Spurs. Voru mest 22 stigum undir í leiknum, en unnu það niður.

 

Þá sigraði Milawaukee Bucks lið Boston Celtics, 103-100, með körfu frá nýliðanum Malcolm Brogdon, þegar aðeins 3.9 sekúndur voru eftir af leiknum, en kappinn spilaði nánast óaðfinnanlega undir lok leiksins, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

 

 

Staðan í deildinni

 

Úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks 99 – 92 Philadelphia 76ers

Oklahoma City Thunder 114 – 106 Orlando Magic

Milwaukee Bucks 103 – 100 Boston Celtics

Charlotte Hornets 110 – 106 Toronto Raptors

Miami Heat 105 – 88 New York Knicks

Indiana Pacers 97 – 110 Memphis Grizzlies

Dallas Mavericks 118 – 121 New Orleans Pelicans

Golden State Warriors 110 – 98 San Antonio Spurs

Washington Wizards 124 – 133 Los Angeles Clippers

Utah Jazz 112 – 82 Sacramento Kings

Fréttir
- Auglýsing -