spot_img
HomeFréttirNýliði ársins - Malcolm Brogdon

Nýliði ársins – Malcolm Brogdon

 

Nú er NBA tímabilinu að ljúka og því ekki úr vegi að veita verðlaun. Á næstu dögum mun Karfan.is heiðra nokkra einstaklinga sem hafa skarað fram úr í þeim hefðbundnu flokkum sem verðlaunað er fyrir í NBA deildinni. Margt kemur til álita þegar að svona verðlaun eru veitt en til grundvallar liggur aðallega gildismat þess sem þetta skrifar.

 

 

Nýliði Ársins: Malcolm Brogdon – Milwaukee Bucks

Malcolm Brogdon var ekki maður sem að margir reiknuðu með miklu frá þegar að tímabilið hófst. Þessi 24 ára nýliði var tekinn númer 36 í nýliðavalinu eftir 4 góð ár hjá Virginia háskólanum og hefur heldur betur spilað vel í vetur. Brogdon hefur leikið lykilhlutverk í liði Milwaukee Bucks í allt tímabilið og þrátt fyrir nokkur meiðsli lykilmanna eru þeir komnir í úrslitakeppnina. Brogdon sjálfur á helling í þeim árangri.

 

Meðaltölin hans stökkva kannski ekki af síðunni þegar menn lesa þau, 10 stig 3 fráköst og 4 stoðsendingar með 45/40/87 skotprósentur og 14,8 PER. En hann hefur verið mikilvægur og stöðugur leikmaður fyrir Bucks þegar að lítið er eftir af leikjum, spilar fína vörn og hefur meira að segja skellt í sigurkörfu gegn Boston Celtics.

 

 

2. Sæti: Dario Saric – Philadelphia 76ers

Steig verulega upp eftir að Joel Embiid meiddist og er að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Philadelphia 76ers sem er heill núna (Embiid og Simmons meiddir). 13 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar í vetur með 41/31/78 skottölur og 12,8 PER.

 

 

3. Sæti: Joel Embiid – Philadelphia 76ers

Kamerúnska tröllið var auðvitað langbesti nýliðinn í vetur, með langbestu tölurnar hvernig sem litið er á málið (20/8/2) og voru 76ers vel samkeppnishæfir með hann innanborðs þrátt fyrir hæfileikaleysi annarra leikmanna. Spilaði samt bara 31 leik. Það er ekki nóg.

Fréttir
- Auglýsing -