spot_img
HomeFréttirNýliðaval NBA á næsta leiti

Nýliðaval NBA á næsta leiti

NBA draftið er á næsta leiti og ekki seinna vænna en að fara að kynna sér þá leikmenn sem þykja líklegastir til að detta inn í deildina í ár. Dave Aldridge, spekúlant fyrir NBA.com, finnst líklegt að Ben McLemore fari til Cleveland sem eiga fyrsta valrétt í ár og gerir svo ráð fyrir að Nerlens Noel, Otto Porter, Anthony Bennett og Victor Oladipo fari næstir á eftir honum. Þetta er að sjálfsögðu bara vangaveltur hjá Aldridge en listann í heild sinni má finna hér.
 
Valið fer fram í Barclays Center í Brooklyn á fimmtudaginn næstkomandi og hefst kl. 19:00 vestanhafs (7 PM). Hægt verður að einhverju leiti að fylgjast með á NBA TV en ekki er víst að þeir verið með dráttinn í beinni.
 
Á NBA.com má svo finna gríðarlega flott sjónarhorn af öllum leikmönnum og kallast það Playmetrics. Sjón er sögu ríkari.
 
Röð liða í nýliðavalinu 2013:

Fyrsta umferð
1. Cleveland
2 Orlando
3 Washington
4 Charlotte
5 Phoenix
6 New Orleans
7 Sacramento
8 Detroit
9 Minnesota
10 Portland (frá Charlotte)
11 Philadelphia
12 Oklahoma City (frá Toronto gegnum Houston)
13 Dallas
14 Utah
15 Milwaukee
16 Boston
17 Atlanta
18 Atlanta (frá Houston gegnum Brooklyn)
19 Cleveland (frá L.A. Lakers
20 Chicago
21 Utah (frá Golden State gegnum Brooklyn)
22 Brooklyn
23 Indiana
24 New York
25 L.A. Clippers
26 Minnesota (frá Memphis gegnum Houston)
27 Denver
28 San Antonio
29 Oklahoma City
30 Phoenix (frá Miami gegnum Lakers og Clippers)

Allt um nýliðavalið á nba.com

 
Fréttir
- Auglýsing -