spot_img
HomeFréttirNýliðarnir semja við þrjá leikmenn

Nýliðarnir semja við þrjá leikmenn

Nýliðar Hamars í Subway deild karla hafa framlengt samninga sína við þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil.

Þeir Daníel Sigmar Kristjánsson, Egill Þór Friðriksson og Halldór Benjamín Halldórsson hafa skrifað undir nýjan samning við félagið, en þeir eru allir að upplagi frá Hveragerði.

Hamar vann sér sæti í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð með því að vinna úrslitakeppni fyrstu deildarinnar, en þeir höfðu endað í 2. sæti deildarkeppninnar. Álftanes vann deildina og fara liðin tvö því saman upp í Subway á komandi tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -