spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNýliðarnir semja við breskan miðherja

Nýliðarnir semja við breskan miðherja

Nýliðar Ármanns í Bónus deild kvenna hafa samið við Nabaweeyah McGill.

Nabaweeyah er 23 ára 188 cm bandarísk/breskur miðherji sem kemur frá Texas A&M–Corpus Christi í bandaríska háskólaboltanum. Þar lék hún lykilhlutverk í vörn og sókn og skilaði að meðaltali 5 stigum og 4 fráköstum í leik á síðasta tímabili.

„Við erum afar ánægð með að fá Nabaweeyah til liðs við Ármann. Hún býr yfir miklum líkamlegum styrk, góðum leikskilningi og hefur sýnt að hún getur haft afgerandi áhrif á leikinn beggja vegna vallarins. Við teljum hana vera mikilvæga viðbót við okkar hóp og hlökkum til að sjá hana í Bónus deildinni,“ segir Karl H. Guðlaugsson þjálfari liðsins um McGill.

McGill verður klár í slaginn þegar undirbúningstímabilið hefst síðar í sumar samkvæmt tilkynningu félagsins.

Fréttir
- Auglýsing -