spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaNýliðarnir sáu aldrei til sólar á Sunnubrautinni

Nýliðarnir sáu aldrei til sólar á Sunnubrautinni

Keflavík lagði nýliða Þórs Akureyri nokkuð örugglega í Blue höllinni í kvöld í 18. umferð Subway deildar kvenna 97 – 68. Eftir leikinn sem áður er Keflavík í efsta sæti deildarinnar, nú með 28 stig, 4 stigum meira en Njarðvík sem er í öðru sætinu, en þær eiga þó leik til góða á morgun. Þór er aftur á móti í 6. sætinu með 16 stig.

Í síðasta leik liðanna tóks Þór að leggja lið Keflavíkur heima í Höllinni og áttu heimakonur því harma að hefna í leik kvöldsins, en þær höfðu bara tapað tveimur leikjum það sem af var tímabili, úti gegn Þór og Val.

Heimakonur í Keflavík voru betri aðilinn á upphafsmínútum leiksins og eru snöggar að búa til smá bil á milli sín og Þórs. Leiða með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta, 22-12. Undir lok fyrri hálfleiks bæta þær svo enn í og eru komnar með þægilega 23 stiga forystu þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 49-26.

Í upphafi seinni hálfleiksins halda þær svo áfram að bæta í, nánast gera útum leikinn í þriðja fjórðung og eru 32 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 75-43. Nokkuð eðlilega nær Þór aðeins að bíta frá sér á lokamínútunum, en eru aldrei nálægt því að gera þetta að leik. Niðurstaðan að lokum gífurlega öruggur sigur toppliðsins, 97-68.

Atkvæðamestar heimakvenna í leiknum voru Sara Rún Hinriksdóttir með 22 stig, 4 fráköst, 6 stolna bolta og Thelma Dís Ágústsdóttir var með 22 stig.

Fyrir gestina frá Akureyri var það Maddie Sutton sem dró vagninn með 24 stigum og 18 fráköstum. Henni næst var Lore Devos með 12 stig og 9 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -