Í Borgarnesi fór fram vesturlandsslagur nýliða Skallagríms og Íslandsmeistara Snæfells í Dominos deild kvenna í körfubolta. Liðunum sem spáð var efstu tveim sætunum í deildinni á þessari leiktíð og var þá spennan í hámarki.
Stemmingin í Borgarnesi var rafmögnuð og var fjósið troðfullt. Skallagrímsstúlkur voru heldur betur í stuði í 1. leikhluta og var staðan eftir hann 23-7 fyrir Skallagrím. Í öðrum leikhluta náði Snæfell aðeins að klóra í bakkann og með góðri vörn náðu þær að minnka bilið í 6 stig.
Hálfleikstölur 31-37 og nýliðarnir í heldur betur góðum gír. Í síðari hálfleik var mikil barátta en samt náði Snæfell aldrei að komast yfir og endaði leikurinn 73-62 fyrir Skallagrím. Frábær sigur fyrir nýliðana en heldur betur svekkjandi tap fyrir Snæfell.
Umfjöllun um helstu þætti leiksins má sjá hér að neðan:
Þáttaskil:
Skallagrímur spilaði frábæra vörn allann leikinn og áttu Snæfellsstúlkur ekki séns á kafla í Skallagrím. Bæði lið áttu erfitt með að setja niður stig á köflum en vörnin hjá liðunum var miklu betri.
Tölfræðin lýgur ekki:
Tölfræðin í leiknum klikkaði eitthvað og var ekki aðgengileg eftir leik. Það má því segja að tölfræðin hafi logið í þetta skiptið.
Hetjan:
Hetja kvöldsins verður að vera Tavelyn Tillman sem setti 39 af 73 stigum Skallagríms. Hún var óstöðvandi og verður þeim dýrkeypt í vetur.
Kjarninn:
Vörnin hjá Skallagrím var frábær og hélt Snæfellisliðinu í skefjum. Þær voru gríðarlega vinnusamar og þetta sýnir fólki að þetta lið getur varist. Nýliðarnir sem spáð var öðru sæti á eftir Snæfell sigruðu þennan leik og gefa heldur betur tóninn fyrir veturinn.
Umfjöllun / Guðjón Gíslason



