spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNýliðarnir kjöldregnir í Þorlákshöfn

Nýliðarnir kjöldregnir í Þorlákshöfn

Haukar lögðu nýliða Hamars/Þórs nokkuð örugglega í Þorlákshöfn í kvöld í 10. umferð Bónus deildar kvenna, 64-100.

Eftir leikinn eru Haukar í efsta sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Hamar/Þór er í 7.-10 sætinu með 6 stig líkt og Valur, Grindavík og Aþena.

Leikur kvöldsins var nokkur einstefna frá upphafi til enda. Gestirnir úr Hafnarfirði leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta og forysta þeirra var komin í 22 stig í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum héldu Haukar svo áfram að bæta við forskot sitt og eru búnar að gera útum leikinn fyrir lok þriðja fjórðungs, en fyrir lokaleikhlutann er munurinn 39 stig. Heimakonur gera ágætlega að stöðva blæðinguna þar, ná að vinna lokaleikhlutann, en komast samt ekki frá betur en svo að tapa með 36 stigum, 64-100.

Fyrir Hauka var Lore Devos atkvæðamest með 25 stig og 13 fráköst. Þá skilaði Tinna Guðrún Alexandersdóttir 20 stigum og 5 fráköstum.

Fyrir heimakonur var Abby Beeman með 12 stig, 9 stoðsendingar og Hana Ivanusa var með 8 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -