spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNýliðarnir í efsta sæti Bónus deildarinnar eftir sigur gegn Stjörnunni

Nýliðarnir í efsta sæti Bónus deildarinnar eftir sigur gegn Stjörnunni

KR lagði Stjörnuna á Meistaravöllum í kvöld í 12. umferð Bónus deildar kvenna, 93-92.

Nýliðar KR eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með 18 stig. Stjarnan aftur á móti öllu neðar í deildinni, í 7. sætinu með 10 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn í upphafi, en að fyrsta leikhluta loknum leiddi KR með 2 stigum. Frá upphafi annars leikhluta virðast heimakonur með góð tök á leiknum. Bæta hægt en örugglega við forskot sitt eftir því sem líður á leikinn.

KR er 9 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik og eru svo þægilegum 16 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða gera þær svo vel að verjast áhlaupi Stjörnunnar og er niðurstaðan að lokum nokkuð sterkur sigur toppliðsins, 93-92.

Stigahæstar fyrir KR í leiknum voru Molly Kaiser með 34 stig og Eve Braslis með 20 stig.

Fyrir Stjörnuna voru stigahæstar Eva Wium Elíasdóttir og Berglind Katla Hlynsdóttir með 24 stig hvor.

Tölfræði leiks

KR: Molly Kaiser 34/8 fráköst, Eve Braslis 20/13 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 17/7 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 12, Anna María Magnúsdóttir 4, Arndís Rut Matthíasdóttir 3/8 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2/7 stoðsendingar, Perla Jóhannsdóttir 1, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0, Kaja Gunnarsdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0, Klara Líf Pálsdottir 0.


Stjarnan: Eva Wium Elíasdóttir 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Katla Hlynsdóttir 24/8 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 19/5 fráköst, Eva Ingibjörg Óladóttir 6, Sigrún Sól Brjánsdóttir 5, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 2/4 fráköst, Bára Björk Óladóttir 2, Arna María Eiríksdóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Elísabet Ólafsdóttir 0, Fanney María Freysdóttir 0/5 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -