Nýliðar KR lögðu Íslandsmeistara Hauka í Ólafssal í 11. umferð Bónus deildar kvenna í kvöld, 86-92.
Eftir leikinn er KR í 3. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Haukar eru í 6. sætinu með 12 stig.
Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur er það KR sem nær að vera skrefinu á undan til loka fyrsta fjórðungs, 21-25. Það forskot ná þær þó lítið að bæta við undir lok fyrri hálfleiksins, en eru þó enn stigi á undan þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 40-41.
Heimakonur í Haukum ná svo góðum tökum á leiknum í upphafi seinni hálfleiksins og fara mest 14 stigum á undan. KR gerir vel að halda þessu í leik, en munurinn fyrir lokaleikhlutann er átta stig, 70-62. Í þeim fjórða nær KR góðu áhlaupi og eru aftur búnar að jafna leikinn þegar um fimm mínútur eru til leiksloka. Á lokamínútunum eru þær svo sterkari, þó Íslandsmeistarar Hauka hafi aldrei verið langt undan.Undir lokin eru það Molly Kaiser og Rebekka Rut Steingrímsdóttir sem sigla sigri nýliða KR í höfn, 86-92.
Stigahæstar heimakvenna í leiknum voru Amandine Toi og Krystal Freeman með 19 stig hvor.
Stigahæst fyrir KR var Molly Kaiser með 37 stig og Eve Braslis bætti við 21 stigi.
Haukar: Amandine Justine Toi 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Krystal-Jade Freeman 19/10 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 16/5 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 14/7 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 8/6 fráköst/12 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Lovísa Björt Henningsdóttir 4, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0/4 fráköst.
KR: Molly Kaiser 37/9 fráköst/5 stoðsendingar, Eve Braslis 21/5 fráköst, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 11/11 fráköst, Anna María Magnúsdóttir 11, Hanna Þráinsdóttir 6/5 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 3, Arndís Rut Matthíasdóttir 3, Perla Jóhannsdóttir 0, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 0/9 fráköst, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0, Kaja Gunnarsdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0.



