spot_img
HomeFréttirNýliðarnir fyrstir til að leggja Keflavík

Nýliðarnir fyrstir til að leggja Keflavík

Nýliðar Þórs Akureyri lögðu Keflavík í Höllinni á Akureyri í kvöld í 9. umferð Subway deildar kvenna, 87-83. Nýliðarnir því fyrsta liðið til að leggja Keflavík þetta ttímabilið, en áður hafði Keflavík unnið átta deildarleiki í röð. Þær eru þó enn efstar í Subway deildinni á meðan að Þór er nú í 5.-6. sætinu með fimm sigra og fjögur töp.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Madison Sutton með 26 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Henni næst var Jovanka Ljubetic með 17 stig og 9 fráköst.

Fyrir Keflavík var það Daniela Wallen sam dró vagninn með 19 stigum, 13 fráköstum og Birna Benónýsdóttir bætti við 15 stigum og 7 fráköstum.

Þór á leik næst komandi þriðjudag 28. nóvember gegn Stjörnunni í Garðabæ á meðan að Keflavík mætir grönnum sínum úr Njarðvík degi seinna 29. nóvember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -