spot_img
HomeFréttirNýliðarnir fengu lexíu í lokasprettum (Umfjöllun)

Nýliðarnir fengu lexíu í lokasprettum (Umfjöllun)

22:36

{mosimage}

Ljós Stjörnunnar skein skært eftir sigur nýliðanna á Njarðvík í síðustu umferð Iceland Express deildar karla en Garðbæingum var komið á jörðina í Sláturhúsinu í kvöld er þeir lágu 95-78 gegn Keflavík. Í fjórða leikhluta náði Stjarnan að minnka muninn í 72-71 en komust ekki lengra þar sem Keflvíkingar kaffærðu gesti sína á lokasprettinum. Allt annað var að sjá til Keflavíkurliðsins í kvöld sem átti mjög dapran dag gegn KR síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram á http://www.vf.is/

 

Staðan í leikhléi var 46-34 Keflavík í vil og Jarrett Stephens með 16 stig og 7 fráköst í liði Stjörnunnar en þeir Tommy Johnson og Bobby Walker voru báðir með 9 stig. 

Magnús Gunnarsson og fleiri Keflvíkingar voru í töluverðum villuvandræðum í kvöld en það hafði ekki afdrifarík áhrif. Jón N. Hafsteinsson missteig sig í upphafi síðari hálfleiks en kom aftur inn á leikvöllinn í þriðja leikhluta til þess að sýna af sér tilþrif leiksins er hann tróð boltanum með miklum tilþrifum. Staðan að loknum þriðja leikhluta var 70-58 og í liði Stjörnunnar var Kjartan Atli Kjartansson einn fárra gestanna sem virtist hafa áhuga á því að vinna leikinn.

{mosimage}  

Stjarnan lék á als oddi í upphafi fjórða leikhluta og náðu gestirnir að minnka muninn í 72-71 en þá fékk Jovan Zdravevski sína fimmtu villu í liði Stjörnunnar, Keflvíkingar gengu á lagið og kláruðu leikinn af miklum krafti 95-78 og skoruðu 23 stig gegn 7 frá Stjörnunni síðustu mínúturnar í leiknum. Stjarnan hafði það lengi vel í hendi sér að komast yfir í leiknum enKeflvíkingar gáfu þeim kennslustund í lokasprettum. 

Arnar Freyr Jónsson sem hefur glímt við meiðsli í vetur í formi beinmars í læri er nú óðar að finna sitt gamla form og hefur leikið vel fyrir Keflavík að undanförnu. Bobby Walker sýndi mun meiri lit í kvöld en hann gerði í Vesturbænum og skoraði 25 stig en skotnýtingin hjá kappanum er enn fremur slök. Hann setti niður 8 af 18 teigskotum sínum og 1 af 6 þriggja stiga skotum sínum en honum leið vel á vítalínunni og hitti úr öllum 6 vítaskotum sínum. Tommy Johnson gerði 15 stig og Sigurður Þorsteinsson 12.

{mosimage}  

Eftir sigurinn í kvöld eru Keflvíkingar einir á toppi deildarinnar með 30 stig en KR er í 2. sæti og á leik til góða er þeir mæta ÍR annað kvöld. 

Tölfræði leiksins

{mosimage}  

{mosimage} 

{mosimage} 

www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -