spot_img
HomeFréttirNýliðarnir búnir eftir þrjá leikhluta gegn Íslandsmeisturum (Umfjöllun)

Nýliðarnir búnir eftir þrjá leikhluta gegn Íslandsmeisturum (Umfjöllun)

22:37
{mosimage}

 

(Helgi Magnússon í baráttunni í DHL-Höllinni) 

 

Leikur KR og Þórs frá Akureyri fór fram í DHL-höllinni í kvöld en þetta var frestaður leikur frá gærkvöldinu. Leikurinn var nokkuð jafn fram að fjórða og seinasta leikhluta en þá sigldu heimamenn endanlega framúr og höfðu 14 stiga sigur, 96-82. Stigahæstir hjá heimamönnum voru Joshua Helm með 26 stig, næstir voru Avi Fogel með 18 stig og Jeramiah Sola með 13 stig. Hjá Þór voru Óðinn Ásgerisson og Luka Marolt með 22 stig hvor, næstur var Cedric Isom með 19 stig.

 

Gestirnir frá Akureyri byrjuðu fyrsta leikhluta vel og spiluðu sig í gegnum gloppótta svæðisvörn KR-inga til að byrja með og voru yfir eftir 3 mínútur, 6-8. Jón Orri Kristjánsson hjá Þór fékk sína þriðju villu strax eftir 4 mínútur efitr klaufalegt sóknarbrot. Forskot gestanna var mest 5 stig þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum, 12-17. KR-ingar komu þó til baka og Avi Fogel kom þeim yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum, 21-20. Þeir héldu svo forystunni það sem eftir leið og leiddu með einu stigi, 23-22 þegar leikhlutanum lauk.  Vörn gestana var að virka vel en KR skoraði flest sín stig úr hraðaupphlaupum. 

 

Jafnt var á öllum tölum í byrjun annars leikhluta og var staðan eftir þrjár mínútur 27-27 en KR spilaði ennþá svæðisvörn. KR-ingar tóku leikhlé þegar leikhlutinn var hálfnaður og það var greinilegt að Benedikt var ekki ánægður með varnaleik sinna manna en Þór var kominn með skotrétt. Heimamenn höfðu þó fjögurra siga forskot 35-31. Það var greinilegt að ræða Benedikts í leikhléinu hafði árangur því Þór tók leikhé einni og hálfri mínútu síðar og þá var munurinn kominn uppí 10 stig, 41-31.  Heimamenn náðu svo sínu mesta forskoti rétt fyrir leikhlé þegar Darri Hilmarsson skoraði þriggja stiga körfu og var forskot KR því 11 stig þegar flautað var hálfleiks, 50-39. 


Stigahæstir í hálfleik hjá KR voru Avi Fogel með 13 stig, Joshua Helm með 11 stig og Darri Hilmarsson með 8 stig. Hjá Þór Ak. voru það Óðinn Ásgerisson með 14 stig, Luka Marolt með 12 stig og Magnús Helgason með 6 stig, Cedric Isom sem venjulega fer mikinn fyrir Þór hafði aðeins skorað 2 stig þegar flautað var til hálfleiks. 

 

Lítið var um fína sóknartiburði í byrjun seinni hálfleiks en gestirnir frá Akureyrir voru að spila fína vörn á köflum. Þegar um fjórar og hálf mínúta var liðin af leikhlutanum höfðu Þórsarar minnkað muninn niður í 5 stig, 58-52, og munaði þar um mikið fínn varnarleikur. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir á klukkunni var munurinn orðinn aðeins 2 stig, 61-59, og Cedric Isom kominn með 8 stig í leikhlutanum. Þór komst svo yfir í fyrsta skiptið síðan í fyrsta leikhluta þegar tvær mínútur voru eftir og Óðinn Ásgeirsson skoraði 66. stigið af vítalínunni, 65-66. Þór Ak. tóku svo leikhlé þegar tæplega mínúta lifði á klukkunni en KR höfðu þá skorað seinustu 5 stigin, 70-66.  KR leiddi með þessum 5 stigum þegar leikhlutanum lauk, 73-66. 

{mosimage}

(Hart barist í teignum!)

 

Svo virtist sem flest loft væri úr Þór í fjórða leikhluta en heimamenn sigldu enn og ný framúr og þegar gestirnir tóku leikhlé um miðjan leikhlutann var munurinn aftur orðinn 10 stig, 83-73, og sóknarleikur gestanna langt frá því að vera sannfærandi.  Þegar svo var um komið tóku gestirnir á það ráð að skipta yfir í svæðisvörn sem virkaði þó ekki betur en svo að KR-ingar skoruðu næstu 5 stig og fjallið orðið ansi hátt fyrir gestina. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum höfðu heimamenn 11 stiga forskot og lítið sem ekkert að ganga í sóknarleik Þórs, 91-80. Heimamenn áttu seinasta sprettinn og unnu 14 stiga sigur sem var þó ekki í höfn fyrr en undir lok fjórða leikhluta, 96-82. 

 

Tölfræði leiksins er ekki enn aðgengileg á vefsíðu KKÍ

 

Texti: Gísli Ólafsson

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -