spot_img
HomeFréttirNýliðarnir á toppinn með Haukum og Keflavík

Nýliðarnir á toppinn með Haukum og Keflavík

08:42
{mosimage}

(Hildur átti magnaðan leik fyrir KR í gær) 

Nýliðar KR í Iceland Express deild kvenna tylltu sér í gærkvöldi á topp deildarinnar með Haukum og Keflavík eftir góðan 64-87 sigur á Val í Vodafonehöllinni. Þær Monique Martin og Hildur Sigurðardóttir fóru á kostum í liði KR og gerðu samtals 51 stig í leiknum. Haukar og Keflavík mætast svo í kvöld í Sláturhúsinu í Keflavík þar sem annað hvort liðið mun ná toppsæti deildarinnar. 

Staðan í hálfleik í Vodafonehöllinni í gær var 28-44 KR í vil og sigldu KR-ingar að öruggum sigri í síðari hálfleik. Stigahæst í liði Vals var Molly Peterman með 29 stig og 4 fráköst en Monique Martin gerði 31 stig fyrir KR og tók 6 fráköst. Hildur Sigurðardóttir var aðeins einni stoðsendingu frá því að landa þrennu en hún gerði 20 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum.  

Tölfræði leiksins

Mynd: Stefán Helgi Valsson

Fréttir
- Auglýsing -