spot_img
HomeFréttirNýliðar Þórs mættir í úrslitakeppnina

Nýliðar Þórs mættir í úrslitakeppnina

 

Lið: Þór Akureyri

Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Staða eftir deildarkeppni: 8. sæti

 

Mótherji í 8 liða úrslitum: KR

 

Innbyrðisviðureignir gegn KR í vetur:

Líkt og önnur lið í þessum 8 liða úrslitum, þá skiptu KR og Þór með sér sigrum í vetur. Hvorugur leikurinn var þó nokkuð sérstaklega spennandi. Fyrri leikinn vann KR í Reykjavík og þann seinni Þór á Akureyri.

 

Hvað þarf Þór að gera til að komast í undanúrslit?

Þór þarf að fá góð framlög frá næstum öllum sínum leikmönnum líkt og þeir gerðu í síðustu viðureign þessara liða, sem þeir unnu. Þá voru þeir að loka vel á stjörnur KR varnarlega (héldu þeim í 65 stigum) á meðan að í sókninni voru þeir að fá 10 stig eða fleiri frá George, Tryggva, Þresti, Ingva og Lewis. Geri þeir það meira en minna í þessari seríu, eru þeir til alls líklegir. 

 

 

Hvað gæti farið úrskeiðis?

Það er kannski full djúpt í árina tekið að segja það að eitthvað hafi farið úrskeiðis þó nýliðarnir liggji í þessari seríu fyrir meisturum síðustu þriggja ára. Þó væri kannski full mikið að segja að þeir ættu ekki að geta annaðhvort unnið leik, eða gert einhverja þeirra spennandi. Kannski það helsta sem gæti farið úrskeiðis er að þeir sjálfir fari að trúa því að hæfileikamunur þessara liða sé svo óyfirstíganlegur að það þurfi ekkert að reyna. Þá tapa þeir þessum leikjum öllum stórt.

 

 

Lykilleikmaður:

Af þeim þjálfurum sem þjálfa lið í þessari úrslitakeppni hefur Benedikt Guðmundsson verið í úrslitakeppninni næst oftast þeirra allra, eða í 11 skipti. Marga fjöruna sopið og líklega nákvæmlega sá viskubrunnur sem að óreynt lið nýliða Þórs þarf á að halda til þess að gera þetta að þeirri seríu sem að hið óhlutdræga auga vill fá að sjá.

 

 

Fylgist með:

Darrell Lewis, maðurinn er 42 ára gamall og er samt að skila 18 stigum, 8 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik í vetur. Frábær leikmaður sem virðist lítið eða ekkert draga af þrátt fyrir aldur.

 

Spá hlustenda:

Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur beðnir um að spá fyrir um úrslit þessa einvígis.  KR hlaut nokkuð afgerandi kosningu þar sem að flestir eða um 49% allra sem tóku þá spáðu því að KR myndi klára þessa seríu í 4 leikjum, 3-1. Næst flestir eða um 42% allra sem að tóku þátt gerðu ráð fyrir að KR myndi klára þessa seríu í 3 leikjum. Aðeins 3 af þeim 148 sem að spáðu fyrir um úrslitin halda að Þór vinni þetta einvígi á einhvern hátt.

 

 

Leikdagar í 8 liða úrslitum:

Leikur 1 15. mars kl. 19:15 DHL Höllinni – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Leikur 2 18. mars kl. 16:00 Höllinni Akureyri 

Leikur 3 21. mars kl. 19:15 DHL Höllinni – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

Leikur 4 23. mars kl. 19:15 Höllinni Akureyri  (ef þarf)

Leikur 5 26. mars kl. 19:15 DHL Höllinni (ef þarf)

 

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -