spot_img
HomeFréttirNýliðar Þórs lögðu Fjölni í Höllinni

Nýliðar Þórs lögðu Fjölni í Höllinni

Nýliðar Þórs Akureyri lögðu Fjölni í Höllinni á Akureyri í dag í 11. umferð Subway deildar kvenna. Eftir leikinn er Þór í 5.-7. sæti deildarinnar með sex sigra líkt og Valur og Haukar. Fjölnir er hinsvegar öllu neðar í töflunni, 8. sætinu, með þrjá sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Heimakonur í Þór leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda, en þær voru 16 stigum yfir þegar mest lét. Í lokaleikhlutanum náði Fjölnir ekki að komast almennilega inn í leikinn, þó að vissulega þær hafi ekki verið langt undan. Niðurstaðan að lokum var 10 stiga sigur Þórs, 85-75.

Atkvæðamestar fyrir Þór í leiknum voru Madison Sutton með 25 stig, 15 fráköst og Lore Devos með 25 stig og 8 fráköst. Fyrir Fjölni var það Raquel Laneiro sem dró vagninn með 35 stigum.

Bæði lið eiga leik næst komandi þriðjudag 5. desember, en þá mætir Fjölnir liði Stjörnunnar í Dalhúsum á meðan að Þór heimsækir Snæfell í Stykkishólm.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -