spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaNýliðar Þórs Akureyri semja við þrjá leikmenn

Nýliðar Þórs Akureyri semja við þrjá leikmenn

Þór Akureyri hefur samið við þrjá leikmenn fyrir komandi átök í Subway deild kvenna, þær Huldu Ósk Bergsteinsdóttur, Heiðu Hlín Björnsdóttur og Evu Wium Elíasdóttur

Hulda Ósk er 24 ára miðherji, 180 sentímetrar að hæð og kemur til félagsins frá KR, en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni líkt og á leiktíðinni á undan.

Heiða Hlín Björnsdóttir (1997) er bakvörður/framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4 fráköst, átti 2 stoðsendingar og með 8 framlagspunkta að meðaltali í leik.

Eva Wium Elíasdóttir (2004) er bakvörður og leikstjórnandi, og ein af allra efnilegustu körfuboltakonum í þeirri stöðu á landinu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór.

Þór Akureyri endaði í öðru sæti úrslitakeppni fyrstu deildarinnar á síðustu leiktíð, en fer upp um deild vegna fjölgunar í Subway deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -