spot_img
HomeFréttirNýliðar NBA lofa góðu

Nýliðar NBA lofa góðu

 Derrick Rose hjá Chicago Bulls Svo virðist sem slagsmál munu verða um titil „Besta nýliða“ NBA deildarinnar á næsta tímabili. Nýliðar á borð við OJ Mayo ( Memphis), Derrick Rose (Chicago) og Michael Beasley (Miami) svo einhverjir séu nefndir virðast vera að spila á undirbúnings tímabilinu með liðum sínum eins og þeir séu búnir að vera í deildinni til margra ára.

Í nótt skoraði  Derrick Rose, sem var valinn númer eitt í valinu í ár, 30 stig fyrir Chicago Bulls í sigri á Dallas Mavericks.  Michael Beasley sem valin var af Miami Heat  skoraði 19 stig fyrir lið sitt og þar af 9 stig í 4. leikhluta þegar þeir sigruðu Memphis Grizzlies í nótt 102-85. Hjá Memphis var það nýliðinn OJ Mayo sem setti 28 stig. Eins og sjá má á þessum tölum má gera ráð fyrir að deildin verði gríðarlega skemmtileg í ár.

 Svo má ekki gleym a að fyrsta valið frá ári síðan Greg Oden mun loksins stíga sín fyrstu skref með Portland Trail Blazers en sem kunnugt er sleit hann liðbönd í hné rétt fyrir tímabilið í fyrra.

Fréttir
- Auglýsing -