spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaNýliðar ÍR engin fyrirstaða fyrir topplið Keflavíkur

Nýliðar ÍR engin fyrirstaða fyrir topplið Keflavíkur

Topplið Keflavíkur lagði nýliða ÍR í Blue Höllinni í kvöld í 19. umferð Subway deildar kvenna, 99-51.

Eftir leikinn er Keflavík í efsta sæti deildarinnar tveimur stigum frá liðunum sem eru í 2.-3. sæti.

Nýliðar ÍR hafa ekki náð nema einum sigri það sem af er vetri og sitja í 8. sæti deildarinnar með 2 stig.

Heimakonur í Keflavík voru með góð tök á leiknum allt frá byrjun. Leiða með 19 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 50-31. Gera svo útum leikinn í þriðja leikhlutanum, þar sem forysta þeirra var komin í 44 stig fyrir þann fjórða, 81-37. Niðurstaðan að lokum mjög svo öruggur 48 stiga sigur heimakvenna, 99-51.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Anna Ingunn Svansdóttir með 19 stig á meðan að fyrir ÍR var Aníka Linda Hjálmarsdóttir með 15 stig og 7 fráköst.

Næstu leikir liðanna eru eftir landsleikjahléið sem hefst nú þegar þessi umferð klárast. Þann 19. febrúar tekur Keflavík á móti Grindavík og ÍR fær Breiðablik í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -