spot_img
HomeFréttirNýliðar Grindavíkur lögðu Blika í Smáranum

Nýliðar Grindavíkur lögðu Blika í Smáranum

Nýliðar Grindavíkur unnu Breiðablik fyrr í kvöld í annarri umferð Dominos deildar kvenna, 69-83.

Grindavík hefur því það sem af er unnið einn leik og tapað einum á meðan að Blikar hafa tapað báðum sínum leikjum.

Staðan í deildinni

Atkvæðamestar fyrir Blika í kvöld voru Telma Lind Ásgeirsdóttir og Iva Georgieva. Telma Lind með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar, en Iva 16 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir nýliða Grindavíkur var það Robbi Ryan sem dró vagninn með 28 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þá bætti Edyta Ewa Falenzcyk við 18 stigum og 11 fráköstum.

Tölfræði leiks

Bæði lið leika næst komandi miðvikudag 13. október. Grindavík tekur á móti Njarðvík í HS Orku Höllinni á meðan að Breiðablik heimsækir Íslandsmeistara Vals í Origo Höllina.

Fréttir
- Auglýsing -