spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaNýliðar Fjölnis hófu tímabilið á öruggum sigri

Nýliðar Fjölnis hófu tímabilið á öruggum sigri

Nýliðar Fjölnis í Dominos deild kvenna unnu Snæfell fyrr í kvöld í fyrstu umferð Dominos deildar kvenna, 91-60. Þó lítið sem ekkert sé að marka þegar svona lítið er liðið af, þá er Fjölnir í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn á meðan að Snæfell er í því sjöunda.

Gangur leiks

Það voru gestirnir úr Stykkishólmi sem byrjuðu leikinn mun betur. Leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 10-21. Fjölniskonur náðu þó vopnum sínum aftur undir lok fyrri hálfleiksins, en forysta Snæfells var komin niður í aðeins 2 stig þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 39-41.

Fjölnir hélt báðum fótum svo áfram á bensíngjöfinni í upphafi seinni hálfleiksins. Með 30-10 sigur í þriðja leikhluta gerðu þær nánast útum leikinn, staðan 69-51 fyrir þann fjórða. Í honum gerðu þær svo nóg til að sigla einstaklega öruggum sigri í höfn, lokatölurnar 91-60.

Það munar um minna

Tekið skal fram að vegna mögulegs hópsmits Covid-19 í Stykkishólmi lék liðið aðeins á sjö leikmönnum í kvöld, en aðrir leikmenn félagsins eru í sóttkví þessa stundina.

Lykilleikmenn

Atkvæðamest fyrir Fjölnir í leiknum var Fiona Eilish O’dwyer með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Snæfell var það Iva Georgieva sem dróg vagninn með 18 stigum, 10 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Mynd / Fjölnir FB

Fréttir
- Auglýsing -