23:53
{mosimage}
(Guðlaugur Eyjólfsson setti niður 5 af 8 þristum í kvöld)
Allir 12 leikmenn Grindavíkur komust á blað í kvöld þegar nýliðar Breiðabliks mættu í Röstina í Iceland Express deild karla. Lokatölur leiksins voru 112-60 Grindavík í vil þar sem Þorleifur Ólafsson var atkvæðamestur í liði heimamann með 18 stig en Nemanja Sovic skoraði mest fyrir Blika og setti niður 20 stig. Grindavík jafnaði KR að stigum og eru nú á toppnum með Vesturbæingum með 34 stig en KR á leik til góða gegn Njarðvík á morgun. Blikar eru því áfram með 14 stig eins og FSu og Tindastóll.
Leikurinn fór rólega af stað en um miðjan leikhlutann náði Grindavík ágætis áhlaupi úr stöðunni 6-5 í 15-5 og var staðan 22-13 að loknum fyrsta leikhluta. Blikar náðu að minnka muninn í 22-19 í upphafi annars leikhluta sem síðar varð nokkuð sveiflukenndur. Grindavík komst í 35-21 og Blikar svöruðu að bragði og minnkuðu muninn í 35-27 en heimamenn leiddu í hálfleik 47-31.
{mosimage}
Grindvíkingar byrjuðu síðari hálfleik með krafti ,settu tvær þriggja stiga körfur (59-34) og komust fljótt 30 stigum yfir í leiknum og juku muninn eftir það jafnt og þétt. Lokatölur leiksins voru svo 112-60 Grindvíkingum í vil í nokkuð bragðdaufum leik en allir liðsmenn Grindavíkur komust á blað og sex leikmenn gerðu 10 stig eða meira í leiknum.
Blikar fóru ógætilega með boltann í kvöld og töpuðu honum 30 sinnum og máttu sín lítils gegn Grindavík sem gerðu 16 þriggja stiga körfur í leiknum. Þorleifur Ólafsson gerði 18 stig fyrir Grindavík og Guðlaugur Eyjólfsson var með 17. Nemanja Sovic var með 20 stig og 8 fráköst hjá Blikum en honum næstur var Daníel Guðmundsson með 10 stig.
Texti: Alma Rut Garðarsdóttir
Myndir: Þorsteinn G. Kristjánsson – www.saltytour.com
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



