spot_img
HomeFréttirNýjir þjálfarar taka við Haukum

Nýjir þjálfarar taka við Haukum

Bjarni Magnússon sagði starfi sínu lausu sem þjálfari bikarmeistara Hauka á dögunum. Samkvæmt fréttatilkynningu Hauka verður það aðstoðarþjálfari hans Ingvar Guðjónsson sem mun taka við keflinu. Þá munu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Emil Barja verða aðstoðarþjálfarar liðsins.

Fréttatilkynning:

Breytingar á þjálfarateymi Haukastúlkna

Ingvar Þór Guðjónsson hefur tekið við keflinu sem þjálfari Haukastúlkna eftir að Bjarni Magnússon ákvað að hætta vegna persónulegra ástæðna. Ingvari til halds og trausts verða þau Emil Barja og Sigrún Ámundadóttir.

Emil og Sigrúnu þarf vart að kynna fyrir Haukafólki en bæði tvö gerðu gríðarlega gott mót fyrir Haukaliðin sem leikmenn. Bæði eru að stíga sín fyrstu skref sem þjálfarar í meistaraflokki og klárt mál að reynsla þeirra og metnaður mun hjálpa Haukaliðinu.

Þau verða bæði á hliðarlínunni núna á eftir þegar Haukar mæta Fjölni í síðustu umferð Subwaydeildarinnar áður en henni varður skipt upp.

Fréttir
- Auglýsing -