spot_img
HomeFréttirNýir Íslendingar: Shouse og Flake orðnir Frónverjar

Nýir Íslendingar: Shouse og Flake orðnir Frónverjar

 
Þeir Justin Shouse og Darrell Flake eru komnir með íslenskan ríkisborgararétt þar sem Allsherjarnefnd Alþingis samþykkti að 50 einstaklingar fengju íslenskt ríkisfang. Alls voru samþykktir 50 einstaklingar frá 26 löndum og þeirra á meðal voru Shouse og Flake.
Flake lék með Skallagrím á síðustu leiktíð en hefur komið við m.a. hjá Tindastól, KR, Fjölni og Grindavík. Shouse hóf göngu sína í íslenska boltanum með Drangi á Vík í Mýrdal en hefur allar götur síðan þá skipað sér á sess með sterkustu leikmönnum þjóðarinnar í röðum Snæfells og Stjörnunnar.
 
Fleiri erlendir körfuknattleiksmenn sem hlotið hafa íslenskt ríkisfang eru m.a. Jovan Zdravevski, Damon Johnson, Darrel Lewis og Brenton Birmingham svo einhverjir séu nefndir.

Fréttir
- Auglýsing -