spot_img
HomeFréttirNý stjórn KKÍ kjörin - Hannes endurkjörinn

Ný stjórn KKÍ kjörin – Hannes endurkjörinn

Nú fyrir stundu lauk kosningu í aðalstjórn Körfuknattleikssambands Íslands og sitja eftirfarandi í stjórn sambandsins næstu 2 árin. Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð, Lárus Ingi Friðfinnsson, Páll Kolbeinsson, Rúnar Birgir Gíslason.

Í varastjórn voru þau Bryndís Gunnlaugsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Guðjón Þorsteinsson.
 
Hannes S. Jónsson var endurkjörinn sem formaður KKÍ.
 
Þing sambandsins fer fram á Sauðárkróki um helgina og lýkur í dag.
 
Mörg málefni eru tekin fyrir og miklar umræður.
 
Fréttir
- Auglýsing -