spot_img
HomeFréttirNY Knicks lögðu Denver Nuggets

NY Knicks lögðu Denver Nuggets

Dallas Mavericks og Denver Nuggets eru hnífjöfn í öðru sæti Vesturdeildarinnar eftir leiki næturinnar þar sem Dallas vann LA Clippers, 106-96, og Denver tapaði fyrir NY Knicks, 109-104.
 
Ítalinn ungi Danilo Gallinari fór fyrir liði Knicks með 28 stig, en Carmelo Anthony skoraði 36 fyrir Denver.
 
 
Í leik Dallas og Clippers var það Jason Kidd sem var allt í öllu á 37 ára afmælisdeginum sínum. Hann gerði 26 stig og gaf 12 stoðsendingar, en Drew Gooden, sem var í röðum Dallas þar til í síðasta mánuði átti stórleik fyrir Clippers þar sem hann skoraði 26 stig og tók 20 fráköst.
 
Indiana Pacers unnu Detroit Pistons, 83-98, þar sem Danny Granger fór fremstur í flokki með 32 stig. Tayshaun Prince var með 14 stig fyrir Pistons.
 
Loks unnu Charlotte Bobcats frækinn sigur á hinu vonlausa liði Washington Wizards í framlengdum leik, 86-95, en þetta var tólfti ósigur Wizards í röð. Gerald Wallace var með 17 stig og 19 fráköst fyrir Bobcats.
 

 
Fréttir
- Auglýsing -