spot_img
HomeFréttirNuggets lögðu Dallas

Nuggets lögðu Dallas

 
12 leikir voru á dagskrá í NBA deildinni aðfaranótt fimmtudags. Dallas tók á móti eldheitum Denver Nuggets, New York er að komast í gang eftir frekar slakt gengi eftir Stjörnuleikjahléið og þá tók San Antonio á móti Sacramento Kings.
Það hefur ekki verið á Denver Nuggets að sjá að þeir hafi skipt út sínum besta manni til margra ára, Carmelo Anthony, fyrr í vetur. Liðið hefur verið á blússandi siglingu og vann í nótt góðan útisigur á liði Dallas, 104-96. J.R. Smith skoraði 23 stig fyrir Nuggets en Shawn Marion var stigahæstur hjá heimamönnum með 21 stig, auk 10 frákasta.
 
New York Knicks hafa ólíkt Denver hrapað niður töfluna eftir að hafa fengið Carmelo til liðs við sig. Þó virðist leikur þeirra að batna því þeir unnu í nótt sinn fimmta leik í röð er þeir lögðu lið Philadelphia 76ers á útivelli, lokastaðan 97-92, Knicks í vil. Carmelo var stigahæstur New York-búa með 31 stig auk 11 frákasta.
 
Þá virðast San Antonio Spurs vera að vakna til lífsins eftir sína lengstu taphrinu í 14 ár. Spurs unnu í nótt ansi öruggan heimasigur á Sacramento Kings, 124-92, og halda því efsta sætinu í Vesturdeildinni. Manu Ginobili skoraði 25 stig fyrir Spurs en nýliði ársins frá því í fyrra, Tyreke Evans, var stigahæstur Sacramento manna með 16.
 
Önnur úrslit að neðan.
 
Orlando Magic-Charlotte Bobcats (111-102)
Washington Wizards-Indiana Pacers (112-136)
Cleveland Cavaliers-Toronto Raptors (104-96)
New Jersey Nets-Detroit Pistons (109-116)
Milwaukee Bucks-Miami Heat (90-85)
Phoenix Suns-Minnesota Timberwolves (108-98)
Houston Rockets-New Orleans Hornets (93-101)
Los Angeles Clippers-Oklahoma City Thunder (108-112)
Golden State Warriors – Los Angeles Lakers (95-87)
Mynd/ J.R. Smith var stigahæstur hjá Nuggets gegn Dallas í nótt.
 
Elías Karl
Fréttir
- Auglýsing -