Fyrstu tvo leikina á EuroBasket sveið vítanýtingin verulega. Ísland er með verstu vítanýtinguna í B-riðli eða 61% en Ítalir eru með bestu nýtinguna, 88,6%. Eflaust hefur þessi nýting eitthvað með það að gera að menn séu á stóra sviðinu í fyrsta sinn og það tekur vafalítið á taugarnar en hér er rými til að gera betur.
Gegn Þýskalandi voru það 10 víti sem fóru forgörðum, leikurinn tapaðist með 6 stiga mun. Gegn Ítalíu voru 6 víti sem fóru forgörðum, leikurinn tapaðist með 7 stiga mun.
Okkar menn „mastera“ góðgerðarlínuna hér eftir á því leikur enginn vafi en andstæðingur dagsins er Serbía og hefst leikurinn kl. 14:30 að staðartíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma.
Vítanýting liðanna í B-riðli
Serbía – 70,5%
Spánn – 68,8%
Ítalía – 88,6%
Þýskaland – 67,9%
Tyrkland – 73,2%
Ísland – 61%
Staðan í B-riðli



