Þjóðverjar þökkuðu Dirk Nowitzki innilega fyrir allt sitt framlag í gegnum árin að loknum leik Þýskalands og Spánar í Mercedes Benz Höllinni áðan. Þjóðverjar máttu sætta sig við súrt eins stigs tap gegn Spáni og komast þeir ekki áfram í keppninni.
Að öllum líkindum var þetta síðasti leikur Nowitzki með Þýskalandi en hann er allra besti leikmaður þeirra Þjóðverja og á meðal þeirra bestu sem spilað hafa leikinn.
Þessi lófatök í fullri Benz-höll snertu streng hjá hetjunni en hann arkaði klökkur á braut og inn í búningsklefa. Skúli Sigurðsson tók þessa sögulegu mynd af kallinum að kveðja sitt fólk á heimavelli og líkast til í síðasta sinn sem hann klæðist landsliðsbúningnum.
Þá tók Hörður D. Tulinius þetta myndskeið við sama tilefni:



