spot_img
HomeFréttirNowitzki hefur áhyggjur af ungum þýskum leikmönnum

Nowitzki hefur áhyggjur af ungum þýskum leikmönnum

16:18 

{mosimage}

Besti körfuknattleiksmaður Þjóðverja, Dirk Nowitzki, hefur gagnrýnt suma af yngri leikmönnum Þýskalands að undanförnu en einnig tekið fram að hann vildi sjá þessa sömu leikmenn fá fleiri tækifæri í þýsku deildunum í körfuknattleik. 

„Ungu leikmennirnir fá bara enga sjénsa í úrvalsdeildinni því þar eru of margir erlendir leikmenn sem standa í vegi þeirra. Einnig eru sumir þessara ungu leikmanna ofdekraðir, komnir með umboðsmann 16 ára gamlir og vilja fremur sitja með 5000 evrur í vasanum á varamannabekknum í stað þess að spila fyrir lægri upphæð í annarri deild eða þar neðar og vinna sig upp,“ sagði Dirk Nowitzki.

 

Þýska úrvalsdeildin hefst í dag þar sem þýskir leikmenn eru aðeins 10% af leikmönnum í deildinni þar sem búið er að leyfa ótakmarkaðan fjölda bandaríkjamanna í deildinni.

 

„Það er mikilvægt að ungir hæfileikastrákar fái möguleika í efstu deild svo við í Þýskalandi getum staðist samanburð við önnur lönd,“ sagði Nowitzki en gert er ráð fyrir að hann hætti að leika með þýska landsliðinu eftir Ólympíuleikana árið 2008 og þá verður skarð hans vandfyllt ef einhvern tíman.

 

 www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -