Í nótt fóru fram 11 leikir í NBA deildinni þar sem Þjóðverjinn Dirk Nowitzki varð fyrsti Evrópumaðurinn til þess að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Áfanganum náði Nowitzki í tapleik með Dallas Mavericks gegn LA Lakers. Lokatölur 100-95 Lakers í vil.
Nowitzki lauk leik með 30 stig og 16 fráköst sem var hans tólfta tvenna á tímabilinu. Andrew Bynum var stigahæstur í liði Lakers með 22 stig og 11 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Atlanta 94-82 Washington
Indiana 122-114 Phoenix
Philadelphia 92-93 New York
New Jersey 87-111 Boston
New Orleans 108-94 LA Clippers
Oklahoma 108-109 San Antonio
Houston 120-114 Minnesota
Denver 115-97 Orlando
Portland 120-108 Milwaukee
Golden State 102-115 Miami
Ljósmynd/ Nowitzki varð í nótt fyrsti Evrópumaðurinn til að rjúfa 20.000 stiga múrinn í NBA deildinni.



