spot_img
HomeFréttirNowitzki einbeitir sér að Þýskalandi

Nowitzki einbeitir sér að Þýskalandi

11:30

{mosimage}

Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, mun leika með landsliði Þýskalands í sumar og hjálpa því að komast á Ólympíuleikana sem fara fram í Kína í ágústmánuði.

Á blaðamannafundi í Þýskalandi sagði Nowitzki að hans draumur væri að fara með þýska liðið á Ólympíuleikana. ,,Okkar stærsti draumur er að komast á Ólympíuelikana og þetta takmark krefst þess að allir séu einbeittir,” sagði Nowitzki en til þess að tryggja sér farseðil til Peking þarf Þýskaland að leika í forkeppni sem fram fer í Aþenu í júlí þar sem þeir eiga ágæta möguleika.

Nowitzki sagði einnig að hann vildi spila áfram með þeim bestu og takmarkið væri NBA-titill. ,,Ég vil spila áfram næstu sex árin meðal þeirra bestu. Ég vil vinna NBA-titilinn og ég vil vera með Þýskalandi á Ólympíuleikunum,” sagði Nowitzki en lið hans Dallas hefur dottið út úr fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar undanfarin tvö ár. ,,Ég gat ekki verið með í Sydney eða í Aþenu en ég vil uppfylla draum minn og leika í Peking,”

Á sumrin æfir Nowitzki með einkaþjálfara sínum Holger Geschwinder og mun hann æfa með honum næsta mánuðinn áður en hann mætir til æfinga hjá þýska liðinu.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -