spot_img
HomeFréttirNostradamus -Tómas Þór Þórðarson hjá 365 miðlum

Nostradamus -Tómas Þór Þórðarson hjá 365 miðlum

 Nú þegar glittir í bikarhelgi er ekki seinna en vænna en að skella í spádóma og við hefjum leik á Tómasi Þór Þórðarsyni hinum mikla blaðamanni hjá 365 miðlum.  Hér fer spádómur Tómasar fyrir helgina. 
 
Grindavík – ÍR 86-89
 
Það er eitthvað við ÍR-liðið þessa dagana. Fimm sigrar í síðustu sjö og Moore-áhrifin í fullu svingi. Grindavík er sigurstranglegra en þetta er bikarinn. Spurðu bara KR-inga hvað gerðist 2009. Við fáum almennilegt cupset í æsispennandi leik. Sveinbjörn Claessen á þetta líka svo skilið. Hann fór líka á Hereford um síðustu helgi í góðum félagsskap og kemur því bæði endurnærður og vel nærður til leiks. Menn ekki nærast – menn ekki lifa.
 
Snæfell – Haukar 65-60
 
Það hefur verið fínt tempó í síðustu tveimur leikjum liðanna og ágætlega mikið skorað. En nú spilar bikarstress inn í og því mun leikurinn líkjast þeim sem þau spiluðu í október. Sterkari varnir og minna skor. Snæfell með Queen Hildi Sigurðar, sem verður þremur fráköstum frá þrennu, vinnur þetta nokuð örugglega á endanum.
 
Fréttir
- Auglýsing -