spot_img
HomeFréttir#Nostradamus: Maltbikarinn - Viðar Örn

#Nostradamus: Maltbikarinn – Viðar Örn

Við höldum ótrauð áfram með #Nostradamus fyrir undanúrslitin í Maltbikarnum sem hefjast í kvöld með undanúrslitum í kvennaflokki og lýkur annað kvöld með karlaleikjunum. Nú er komið að Viðari Erni Hafsteinssyni sem er annálaður viðtalssérfræðingur og þjálfari Hattar í 1. deild karla.

Keflavík – Haukar
Að mínu mati er mikill getumunur á þessum liðum en aftur á móti segja spekingarnir að allt geti gerst í bikar. En ég spái því að Keflavík komi sér örugglega í úrslit með 20+ stiga sigri. Sverrir hefur fleiri mannspil á hendi en Ingvar og með fullri virðingu þá kann hann betur að fara með spilin.

Snæfell – Skallagrímur
Þarna mætast stálin stinn, hinn hárfagri úr vesturbænum og sá spænski sem numið hefur land í Borgarnesi. Skallagrímur í sínum fyrsta bikarúrslitaleik kvenna og ég held að spennan verði þeim ofviða, aftur á móti er reynsla í Snæfellsliðinu og hefur liðið verið það besta síðustu ár. Ég spái því að Snæfell vinni í framlengingu í hörkuleik, bandarísku stúlkurnar verða góðar í báðum liðum og tel ég að Gunnhildur verði frábær fyrir Snæfell og verði munurinn á liðunum.

KR – Valur
Þó að allir haldi að þetta verði auðvelt fyrir KR þá er Valsliðið mjög sterkt og eiga þeir eftir að koma á óvart. Ég tel að þessi leikur verði jafn fram undir miðjan þriðja leikhluta, þá taka KR-ingar rispu og halda forystu út leikinn. KR sigur með 10 stigum, það sem verður munurinn á liðunum er reynsla KR-liðsins og hittni fyrir utan þriggjastiga línuna.

Þór Þorlákshöfn – Grindavík
Ég spái því að þessi leikur verði hraður og skemmtilegur. Þarna mun munur á reynslu þjálfarana skipta miklu máli, Jóhann hefur verið að gera vel með Grindavíkurliðið í vetur en Einar þekkir betur til stóru leikjanna. Ég spái því að Þór taki þennan leik með 5-7 stigum og verður þetta blóðug barátta fram á lokasekúndur leiksins. Munurinn mun liggja í betri liðsvarnarleik hjá Þórsliðinu og mun Ragnar Bragason vera x-faktorinn.

Bikardagskráin

Maltbikarinn – Siggi Hjörleifs
Maltbikarinn – Örvar Þór Kristjánsson
Maltbikarinn – Björn Einarsson
Maltbikarinn – Hörður Unnsteinsson
Maltbikarinn – Sævar Sævarsson
Maltbikarinn – Karl West Karlsson

Fréttir
- Auglýsing -