Hvernig fer þetta nú allt saman um helgina? Maltbikarhelgin framundan og í kvöld hefjast lætin með undanúrslitum en áður en við getum velt okkur upp úr úrslitaleikjunum leitaði Karfan.is á náðir góðra einstaklinga og kannaði hvað nef þeirra sagði þeim fyrir undanúrslitaleikina. Næstur í röðinni er umboðsmaðurinn Sigurður Hjörleifsson.
Keflavík-Haukar og Snæfell-Skallagrímur (undanúrslit kvenna)
Keflavik – Haukar 1-0: Tvö lið með fullt af ungum bráðefnilegum stelpum en gæðin eru meiri í heildina hjá Keflavík. Snæfell-Skallagrímur 1-0: Mjög svipuð lið en tel Snæfell hafa það vegna mikillar reynslu í úrslitaleikjum.
Þór-Grindavík og KR-Valur (undanúrslit karla)
Þór Grindavík 1-0: Öflugri kani hjá Þór sóknarlega held að geri útslagið. KR-Valur 1-0: Efsta lið Domino's á ekki að vera í vandræðum með 1 deildarlið en er viss um að Valsmenn eiga eftir að gefa þeim alvöru leik.
Maltbikarinn – Örvar Þór Kristjánsson
Maltbikarinn – Björn Einarsson
Maltbikarinn – Hörður Unnsteinsson
Maltbikarinn – Sævar Sævarsson
Maltbikarinn – Karl West Karlsson



