spot_img
HomeFréttir#Nostradamus: Maltbikarinn - Hildur Sig

#Nostradamus: Maltbikarinn – Hildur Sig

Við höldum ótrauð áfram með #Nostradamus fyrir undanúrslitin í Maltbikarnum sem hefjast í kvöld með undanúrslitum í kvennaflokki og lýkur annað kvöld með karlaleikjunum. Nú er komið að Hildi Sigurðardóttur fyrrum leikmanni Snæfells, KR, Grindavíkur og íslenska kvennalandsliðsins.

Keflavík – Haukar
Þessi leikur verður jafn og spennandi fram í fjórða leikhluta en þá ná Keflavíkurstúlkur að hrista Haukadömur af sér. Breidd Keflavíkurliðsins og varnarleikur mun skila Keflavík 68-52 sigri.

Skallagrímur – Snæfell
Þetta verður alvöru vesturlandsslagur og hart barist. Bæði lið eru mjög vel mönnuð og reynir á þjálfarteymi liðanna að fá alla til að dansa saman. Baldur aðstoðarþjálfari Snæfells mun þurfa að taka upp veskið og greiða nokkrum leikmönnum Snæfells fyrir +15 fráköst. Barátta og vilji á eftir að einkenna sigurvegara leiksins sem verður Snæfell 69-67.

Valur – KR
Valur er kominn á leiðarenda í þessari keppni en mun þó stríða kóngunum í KR framan af leik enda mjög gott 1. deildarlið og ætti eflaust gott erindi upp í Dominosdeildina. KR vinnur leikinn 102 -77.

Þór Þ – Grindavík
Verður jafn og spennandi leikur fram á lokasekúndur. Eftir venjulegan leiktíma verður jafnt 92-92. Þór kemur sterkari inn í framlenginguna og sigrar 103 – 99.

Bikardagskráin

Maltbikarinn – Viðar Örn
Maltbikarinn – Siggi Hjörleifs
Maltbikarinn – Örvar Þór Kristjánsson
Maltbikarinn – Björn Einarsson
Maltbikarinn – Hörður Unnsteinsson
Maltbikarinn – Sævar Sævarsson
Maltbikarinn – Karl West Karlsson

Fréttir
- Auglýsing -