spot_img
HomeFréttirNostradamus - Kjartan Atli fv. leikmaður Stjörnunnar

Nostradamus – Kjartan Atli fv. leikmaður Stjörnunnar

 Kjartan Atli Kjartansson liggur ekki á skoðunum sínum frekar en spádómum.  Kjartan hnoðaði í bikarspá. 
 
Haukar – Snæfell
Mér finnst alltaf gaman að sjá ný stórveldi í fæðingu. Snæfell er nú að gera sig gildandi í kvennakörfunni og það er gaman að sjá slíkt gerast. En ég held að allir séu sammála að LeLe Hardy sé besti leikmaður vallarins í þessum leik og í svona stórum leikjum er yfirleitt gott að giska á að liðið með besta leikmanninn innanborðs vinni. En annars er ég algjörlega hlutlaus í þessu.
 
ÍR – Grindavík
Ég ætla að gerast djarfur og spá ÍR sigri í leiknum. Ekki að ég hafi eitthvað fyrir mér í því. Ég man bara ennþá að Tómas Holton var sá eini sem spáði okkur sigri árið 2009 gegn KR og það gladdi hjartað. Vonandi tekst mér að gleðja einhverja Breiðhyltinga með spánni. Annars vona ég að leikurinn verði skemmtilegur, annað getum við ekki farið fram á. En hvernig sem fer vona ég að Sverrir Þór Sverrisson setji kennslumyndband í bjórhellingum á netið.
 
Tengt efni:
 
Fréttir
- Auglýsing -