spot_img
HomeFréttirNostradamus - Gunnar Örlygsson

Nostradamus – Gunnar Örlygsson

 Fisksalinn og fyrrum alþingismaðurinn Gunnar Örlygsson setti þær nokkrar mikilvægar fyrir Njarðvíkinga hér um árið. Gunnar sendi okkur sinn spádóm
 
Ég spái hörkuleik hjá körlunum. ÍR hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Líklega endurspeglar liðsandinn í dag góðan árangur síðastliðna vikna. Bikarleikir snúast að nokkru leyti um dagsform liðanna og getur því stemmning hjá ÍR reynst drjúg í þessum leik.  Grindvíkingar eru með sterka leikmenn og meira kjöt og geta bitið illilega þegar vígtennurnar ganga niður. Á slíkum stundum getur liðið klárað heilu leikina í einum leikhluta. Þeir eru hinsvegar á stundum værukærir og getað þá dottið niður í meðalmennskuna. Menn eins og Siggi, Ómar og Óli Óla eru að eiga sitt besta tímabil að margra mati. Þessi strákar eru í hörkuformi og gætu skilað dollunni í hús ef þeir hitta allir á góðan leik. Ég spái naumum sigri Grindavíkur. 
 
Snæfells stúlkurnar hefa verið að sýna mikin stöðuleika í vetur og spila agaðan körfuknattleik. Ég spái þeim sigri í þessum bikarleik og ef fram sem horfir koma þær til með að vinna tvöfalt í ár. 
 
Tengt efni:
 
Fréttir
- Auglýsing -