spot_img
HomeFréttirNostradamus - Guðmundur markamaskína Steinarsson

Nostradamus – Guðmundur markamaskína Steinarsson

 Guðmundur Steinarsson er kannski þekktari fyrir að setja bolta í stærra skotmark en körfu. En hann á þó sinn þjálfaraferil í körfunni þar sem hann hefur verið aðstoðarþjálfari B-liðs Keflavíkur sem einmitt komst í 8 liða úrslit þetta árið. 
 ÍR – Grindavík
Tel að Grindvíkingar eigi nokkið þægilegan leik fyrir höndum. Held að það eina sem geti komið í veg fyrir þeirra sigur sé að þau ráð sem Sveinbjörn Claesen fær frá Sævari Sævars séu það góð að Grindvíkingar eigi ekki svar við þeim.
Annars tel ég bara að Grindavík séu bara betri en ÍR þetta skiptið. Jóhann Árni mun fara fyrir sínum mönnum og leiða þá til sigurs. ÍR-ingar verða að treysta á að Nigel Moore verði á sínum besta degi ef þeir eiga að eiga möguleika. Lokatölur 87 – 100 fyrir Suðurnesjamennina.
 
Snæfell – Haukar.
Verður meiri spenna í þessum leik en hjá körlunum. Snæfell virðist vera með eitthvað tak á Haukastelpum, búnar að vinna þær þrisvar í vetur. Meiri reynsla í Snæfellsliðinu en meiri breidd Hauka megin. Ég ætla að spá Snæfell sigri í hörkuleik. Tel að möguleikar Hauka liggi í að íslensku stelpurnar verði að eiga toppleik og mega ekki treysta of mikið á Lele Hardy. Hún skilar alltaf sínum tölum, en nú þurfa allar að leggja eitthvað í púkkið ef bikarinn á að fara í Hafnafjörðinn. Lokatölur 69-71 fyrir Snæfell.
 
Fréttir
- Auglýsing -