spot_img
HomeFréttirNostradamus - Gauti Dagbjartsson Gleðigjafi

Nostradamus – Gauti Dagbjartsson Gleðigjafi

 Síðasti spámaður okkar hér á Karfan.is kemur úr Grindavíkinni og er þar verið að tala um gleðigjafa af bestu gerð. Þrátt fyrir að vera mikið umdeildur á Vestfjarðakjálkanum þá er Gauti hvers manns hugljúfi og í raun ættu allir að eiga einn “Gauta” heima hjá sér.  Gauti fór mikinn í sinni spá. 
 Þetta er í annað skiptið sem ég er beðinn að spá fyrir um leiki í úrslitum Poweradebikarsins. Ég var ekki sannspár síðast ( ef ég man rétt ) og í rauninni getur þetta aldrei orðið gáfulegt miðað við að ég skrifi þetta allt sjálfur og sé ekki ritskoðaður. Það vill nefnilega þannig til að ég hef voða lítið vit á körfubolta nema kannski bara að það lið sem skorar meira vinnur leikinn !! En hvað um það…ég byrja á kvennaleiknum. Ég þekki þessi tvö lið náttúrlega frekar lítið og í fljótu bragði tel ég það vera augljóst að Snæfell vinni þennan leik. Og afhverju held ég það…jú, liðið er nýorðið deildarmeistari, með verulega vel mannað lið og afbragðs þjálfara sem hefur marga fjöruna sopið auk þess sem hann er með svokölluð ” Teigsgen” Ég veit ekki hvort þessi “Teigsgen” hjálpa en þau eru til staðar. Þær eru búnar að vera í toppbaráttu undanfarin ár og búa yfir mikilli reynslu. EN…Haukarnir eru svosem ekki með lið sem telst vera eitthvað minniháttar ó nei!! Þær eru líka með vel mannað lið sem virtist að mínu mati byrja þetta tímabil frekar illa en hafa svo verulega unnið á. Svo eru þær náttúrulega með Lele Hardy en hún er nú bara þannig leikmaður að hún gæti spilað karlaliði og verið góð. Mín spá er að Snæfell vinni leikinn en það verður naumt.
 
 
Fyrir mig að spá fyrir um úrslit í leik minna manna í Grindavik og ÍR er síðan kapituli út af fyrir sig. Ég einfaldlega GET ekki með nokkru móti fengið mig til þess að spá ÍR sigri þó svo að það væri algjörlega kristaltært að svo myndi verða. Með þessu er ég náttúrulega ekki að gefa í skyn að svo sé, heldur betur ekki. En ég geri mér grein fyrir að mitt lið getur tapað nú á laugardaginn rétt eins og þeir gerðu í Hertzhellinum fyrir ekki svo löngu síðan….en það bara skal ekki gerast !! Ég spái því að Grindavík vinni leikinn en það verður ekki neitt klassíkt “Blitzkrieg” sem verður til þess heldur geri ég ráð fyrir að leikurinn verði taugatrekkjandi/óþægilegaspennandi/með dramatísku-ívafi frá byrjun til enda. Ég tel ( vona) að gæði Grindvíkinga séu aðeins meiri, reynslan aðeins meiri og sú löngun í þennan bikar eftir þrjár fýluferðir sé það mikil að enginn mannlegur máttur standi í vegi fyrir því að Grindavík vinni þennan leik og fái þennan fallega bikar heim til varðveislu í eitt ár eða svo. Á sama tíma geri ég mér fyllilega grein fyrir því að hungur ÍR-inga sé líka mikið og siglingin á þeim eftir áramót veruleg. En það breytir samt ekki því að ég spái mínum mönnum sigri með “einhverjum” stigi/stigum !!
Fréttir
- Auglýsing -