spot_img
HomeFréttirNostradamus - Anna María Sveinsdóttir fv. leikmaður Keflavíkur

Nostradamus – Anna María Sveinsdóttir fv. leikmaður Keflavíkur

 
 
Ég öfunda alltaf liðin sem komast í bikarúrslit því þetta er skemmtilegasti leikur ársins.  En byrjum á kvennaleiknum sem verður án efa spennandi bikarúrslitaleikur, þetta eru tvö bestu liðin í dag, Haukar hafa oftar verið í þessari stöðu en það hefur akkúrat ekkert að segja á laugardaginn hver bikarúrslitaleikur eru sérstakur. Ég spái naumum sigri Snæfells 73-70 þar sem reynsluboltinn Hildur Sig verður maður leiksins.
 
Hvað karlaleikinn varðar þá eru Grindvíkingar sigurstranglegri en ÍR ingar hafa aldeilis verið að stíga upp síðasta mánuðinn og eru til alls líklegir, þetta verður hörkuleikur þar sem vinur minn Sverrir Þór stendur uppi sem bikarmeistari með sitt lið 94-87, en það reyndar veltur allt á því hvaða ráð Sveinbjörn fær frá Sævari Sævars fyrir laugardaginn
 
Góða skemmtun !
 
Fréttir
- Auglýsing -