spot_img
HomeFréttirNorth Carolina lagði Duke: Þriðji ósigur Blue Devils í röð

North Carolina lagði Duke: Þriðji ósigur Blue Devils í röð

10:18 

{mosimage}

 

 

(Brandan Wright treður fyrir NC gegn Duke) 

 

Það er lítil ást á millum liðanna Duke og North Carolina í háskólakörfuboltanum en liðin tvö mættust í gærkvöld þar sem North Carolina fór með 79-73 sigur af hólmi og þar með þriðja ósigur Duke í röð en það hefur ekki gerst í átta ár. Brandan Wright var stigahæstur í liði North Carolina með 19 stig en hjá Duke gerði Jon Scheyer 26 stig.

 

North Carolina náði ekki forystu í leiknum fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka en þeir börðust vel og uppskáru sigur frammi fyrir fullu húsi. Viðureignir þessara sögufrægu liða eru taldar vera hverjar mestu ,,rivals” eða erkifjendarimmur í bandarískri íþróttasögu og fá leikirnir jafnan mikla athygli.

 

Þeir sem hafa aðgang að sjónvarpsstöðinni NASN geta fylgst með leiknum endursýndum á stöðinni í kvöld.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -