spot_img
HomeFréttirNorsk landsliðskona til Hamars

Norsk landsliðskona til Hamars

10:11

{mosimage}

Kvennalið Hamars í Hveragerði hefur fengið liðsstyrk. Norski landsliðsbakvörðurinn Anne Flesland mun að öllum líkindum koma til liðsins og verður þá lögleg 4. febrúar í mikilvægum heimaleik Hamars gegn Breiðabliki.

Í samtali karfan.is við Andra Þór Kristinsson sagði hann að eftir að Dúfa Ásbjörnsdóttir meiddist og Atari Parker fór frá liðinu hafi ungum bakvörðum liðsins gengið illa gegn pressuvörn stóru liðanna og væri sú norska fengin til að hjálpa til við að koma boltanum upp völlinn.

 

Flesland þessi er 24 ára gömul og 174 cm há og hefur leikið 38 landsleiki fyrir Norðmenn. Hún hefur leikið víða undanfarin ár og er Hamar sjötta liðið í sjötta landinu síðan haustið 2004. Nú síðast lék hún með Apollon Ptolemaida í Grikklandi og tók það lið þátt í Evrópukeppni, þeirri sömu og Haukar.

 

[email protected]

 

Mynd: www.basket.no

Fréttir
- Auglýsing -