spot_img
HomeFréttirNorrköping komu Sundsvall á jörðina

Norrköping komu Sundsvall á jörðina

 
Sundsvall Dragons höfðu fyrir viðureign sína í gær unnið tólf leiki í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar þeir mættu á heimavöll Norrköping Dolphins. Í boði var krassandi leikur þar sem Sundsvall máttu sjá sigurgöngu sína lagða til viðjar.
Þegar 5 sekúndur lifðu leiks í gær setti Jakob Örn niður tvö vítaskot og minnkaði muninn í 99-98. Sundsvall brutu strax og Norrköping fóru á línuna og brenndu af báðum skotunum. Hlynur Bæringsson fékk þá erfitt lokaskot fyrir Sundsvall sem geigaði og Norrköping fagnaði því sigri.
 
Alex Wesby skoraði 30 stig fyrir Sundsvall, Liam Rush var með 28 stig, Hlynur gerði 13 stig, tók 11 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum. Jakob var með 11 stig og 5 stoðsendingar.
 
Þrátt fyrir ósigurinn er Sundsvall enn á toppi deildarinnar með 34 stig og LF Basket er ekki langt undan í 2. sæti með 32 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -