spot_img
HomeFréttirNorrköping deildarmeistari í Svíþjóð - Meistarar Sundsvall mæta LF í fyrstu umferð

Norrköping deildarmeistari í Svíþjóð – Meistarar Sundsvall mæta LF í fyrstu umferð

Í kvöld lauk deildarkeppninni í Svíþjóð með heilli umferð þar sem Norrköping Dolphins urðu deildarmeistarar þó svo liðið hafi tapað gegn Helga Magnússyni og félögum í 08 Stockholm HR. Einnig er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni en Jakob, Hlynur, Pavel og félagar í meistaraliði Sundsvall mæta LF Basket í 8-liða úrslitum.
Úrslit kvöldsins:
 
ecoÖrebro 120-102 Solna Vikings
Logi Gunnarsson gerði 8 stig og gaf 3 stoðsendingar í liði Solna.
 
Norrköping Dolphins 76-83 08 Stockholm HR
Helgi Magnússon gerði 5 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í liði 08.
 
LF Basket 105-83 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson gerði 24 stig í liði Sundasvall og tók 4 fráköst. Hlynur Bæringsson bætti við 4 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum.
 
Södertalje Kings 100-94 Jamtland Basket
Brynjar Þór Björnsson gerði og tók 2 fráköst í liði Jamtland.
 
Svona lítur úrslitakeppnin út
 
1. Norrköping Dolphins – 8. 08 Stockholm HR
2. Södertalje Kings – 7. Solna Vikings
3. Sundsvall Dragons – 6. LF Basket
4. Boras Basket – 5. Uppsala Basket
 
Úrslitakeppnin hefst 20. mars næstkomandi en þá fara fram eftirfarandi leikir:
 
Norrköping-Dolphins – 08 Stockholm HR
Södertalje Kings – Solna Vikings
Sundsvall Dragons – LF Basket
 
Mynd úr safni – Jakob Örn var stigahæstur í tapliði Sundsvall í kvöld.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -