11:47
{mosimage}
(Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ hefur lengi bent á þá galla sem eru á núverandi keppnisfyrirkomulagi A-landsliða í Evrópukeppninni)
Síðastliðna helgi fór fram árlegur fundur körfuknattleikssamabandanna á Norðurlöndunum og var fundurinn haldinn hér í Reykjavík. Fulltrúar KKÍ á fundinum voru þeir Hannes S. Jónsson formaður og Friðrik Ingi Rúnarson framkvæmdastjóri en einnig var Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ á fundinum að hluta en hann situr í stjórn FIBA-Europe.
Stór hluti fundarins nú um helgina fór í umæður um A-landsliðin og hvernig Norðurlöndin sjá nýtt keppnisfyrirkomulag fyrir sér sem hægt væri að hefja keppni í eftir 3-4 ár. Rætt er um að færa Evrópkukeppni landsliða nær því fyrirkomulagi sem knattspyrnan hefur í dag og fá fleiri leikdaga fyrir landsliðin yfir árið. Norðurlöndin ætla að kynna sínar hugmyndir á næstu mánuðum fyrir fleiri þjóðum álfunnar og stefna að því taka málefni landsliðanna til umræðu á næsta ársþingi FIBA-Europe sem haldið verður í maí næstkomandi í Frakklandi.
Hægt er að lesa greinina í heild sinni á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands: www.kki.is



