spot_img
HomeFréttirNorðurlandamótið hafið í Svíþjóð

Norðurlandamótið hafið í Svíþjóð

Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða er hafið í Solnahallen í Svíþjóð. Solnahallen er heimavöllur Solna Vikings þar sem landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson leikur. Fyrstu leikir hér á NM hófust nú kl. 13:00 en Ísland spilar sinn fyrsta leik kl. 15:00 þegar U18 ára landslið kvenna mætir Finnum.
Ísland sendir einnig fjóra dómara á mótið en þeir eru Steinar Orri Sigurðsson, Ísak Ernir Kristinsson, Davíð Kr. Hreiðarsson og Sigurbaldur Frímannsson.
 
Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði á mótinu á www.kki.is
 
Mynd/ – Steinar Orri er kominn af stað og dæmir hér viðureign Svía og Norðmanna í U16 karla.
  
Fréttir
- Auglýsing -