Dagana 7.-8. desember næstkomandi fer Norðurálsmót Skallagríms fram í Borgarnesi. Mótið er fyrir börn fædd 2002-2007, þ.e. krakka í 1.-6. bekk. Leikið verður í þremur aldursflokkum drengja og stúlkna.
Skráningu lýkur 1. desember en hún fer fram á [email protected] eða 8989208. Allir keppendur munu fá glæsileg verðlaun.



